Kominn til Íslands og skónum stolið

Hæ hæ, erum komnir til Íslands fegðarnir.
Fórum mjög tímanlega af stað og nutum ferðarinnar mjög vel en vorum ofsalega óþolinmóðir að bíða. Seinasta klukkutímann í flugvélinni vorum við alveg að tryllast úr spenningi.
Pabbi tók svo á móti okkur og við flugum í átt til Reykjavíkur. Stoppuðum aðeins í Firðinum í Hafnarfirði og Alexander knúsaði mömmu sína og sýndi henni stoltur nýja jakkann sinn.
Svo fórum við til pabba og fengum kaffi.

Við fórum svo í sund ég og Alexander. Skelltum okkur í Breiðholtslaugina og rosalega var ljúft að sturta sig í íslensku vatni.
Sundferðinn varð ca. 3600 krónum dýrari en planið var, því skónum mínum var stolið. Helgi Þór ég veit núna hvernig þér leið hér um árið. Ég er að vanur að taka skóna með, þar sem ég taldi mig vera í traustu hverfi! þá smellti ég þeim í hilluna. Ef þið sjáið einhvern með flotta hvíta skó á fótum með rauðum reimum og rauðum röndum og merktir Blend, þá endilega rífið hann úr skónum og spyrjið svo.

Í gærkvöldi fórum við svo í heimsókn til Sólrúnar þar sem hún býr hjá tengdó og hittum dúlluna mína hann Matthías. Það var alveg ægilega gaman. Matthías er búinn að breytast svo mikið á þessum 2 mánuðum. Ég varð nú bara pínu meyr.
Að lokum fórum við í stutta heimsókn til Ellenar systur og fórum svo heim að sofa. Báðir alveg búnir enda klukkan 12 að íslenskum en í raun 2 að dönskum.

Nú er stefnan austur á land. Við ætlum að kíkja á bústaðinn hjá pabba og svo rúlla ég á Steig eftir Dísu. Ég hlakka svo til að hitta skvísuna mína aftur. Hef ekki séð hana síðan 30.apríl.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur